EES; engin vörn en óbætanlegur skaði

Engin vörn var í aðild að EES-samningnum þegar bankahrunið gekk yfir, samkvæmt niðurstöðu Hauks Loga Karlsson. Heimssýn bendir á að útþensla bankanna var í skjóli EES-samningsins. Sem sagt: án EES hefði ekkert sambærilegt hrun átt sér stað.

Færeyingar skjóta okkur ref fyrir rass í skipaskráningum sökum þess að þeir búa ekki við íþyngjandi EES-samning.

Það er tímabært að endurskoða aðild Íslands að EES-samningnum. 

 


mbl.is Pólitík skipti verulegu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði eykur illdeilur; Hanna Birna hefur rétt fyrir sér

Þjóðaratkvæðagreiðsla sem aðferð til að leysa úr ágreiningi getur ekki komið í staðinn fyrir niðurstöðu á alþingi. Umræðan eftir hrun sýnir skýrt að aðeins í algjörum undantekningatilfellum er þjóðaratkvæðagreiðsla réttmæt, sbr. Icesave-málið. Í öðrum tilvikum, eins og í stjórnarskrármálinu, leysir þjóðaratkvæðagreiðsla ekki úr ágreiningsmáli heldur magnar það upp.

Okkar fyrirkomulag að leysa úr pólitískum álitamálum heitir fulltrúalýðræði. Það er þrautreynt kerfi sem ekki er gallalaust en það skásta sem völ er á. Til að fulltrúalýðræði sé þokkalega starfhæft þarf traust að ríkja í samfélaginu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi skort á trausti á kirkjuþingi. Hún hefur rétt fyrir sér; það skortir traust í samfélaginu. Til að endurheimta traustið þarf margt að koma til - en það fyrsta er að viðurkenna vandann. 


mbl.is Þjóðin kjósi um hríðskotabyssurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband