Vélbyssur og ótrúverðug stjórnarandstaða

Stóra-vélbyssumálið blés út vegna þess að stjórnarandstaðan fyllti það lofti. Vélbyssu-málið verður sprungin blaðra um helgina og entist þá í inna við viku. MS-málið mátti þó mjólka í rúma tíu daga eða svo.

Þegar stjórnarandstaðan blæs út léttvæg mál og lætur eins og himinn og jörð séu að farast þá grefur það undan trúverðugleikanum. 

Málefnafátæktin í herbúðum vinstriflokkanna er á hinn bóginn slík að sérhver DV-spuni er gripinn fegins hendi.

 


mbl.is Ráðherrar upplýsi Alþingi um vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV býr til Vélbyssu-Hönnu Birnu

Nei, Gunnar Bragi utanríkis er ekki næsta skotmark DV og vinstrimanna í stóra vélbyssumálinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er enn í skotlínunni

Hanna Birna vissi af innflutningi á vélbyssum í fyrrasumar 

segir DV í fyrirsögn

Í venjubundnu samvinnuverkefni DV og vinstrimanna verður skáldað og spunnið enda virðist þráðurinn Hanna-Birna-á-að-víkja söluvænlegur spuni.

Í alvöru talað: viljum við DV-væða opinbera umræðu? Virkilega? 


mbl.is Sjónum næst beint að Gunnari Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjóralaun ASÍ

Verkalýðshreyfingin er ásamt Samtökum atvinnulífsins meira og minna ráðandi í atvinnulífinu frá því eftir hrun í gegnum lífeyrissjóðina. Á þessum tíma er búið að ákveða kaup og kjör æðstu stjórnenda helstu fyrirtækja landsins - mörgum sinnum.

Að Alþýðusambandið skuli núna, sex árum eftir hrun, klóra sér í rassgatinu og velta fyrir sér hvort það eigi að setja þak á laun stjórnenda, sem lífeyrissjóðir ákveða, er sorglegur brandari.

ASÍ er með skoðun á launum kennara og hvað aðrar starfsstéttir hins opinbera eiga að bera úr býtum; ASÍ rekur sína eigin utanríkisstefnu, vill Ísland í ESB, - en er til þessa dags ekki með neina skoðun á því hvað forstjórar fyrirtækja í eigu verkalýðshreyfingarinnar skuli vera með í laun.

ASÍ er sorglegt fyrirbæri.

 

 


mbl.is Ræða þak á laun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband