Verslunin, áfengið og bölið

Ef Hagkaup, Bónus og Krónan fá að selja áfengi yrði vitanlega aldrei um það að ræða að verslunin okraði á fíkniefninu.

Vitanlega myndin verslunin leggja sig fram um að selja sem mest áfengi á sem lægsta verði.

Spurningin er aðeins þessi: hvort er verra?


mbl.is Dýrara vín í búðum en Vínbúðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley T. og fullnaðarsigur femínista

Merkilegast í viðtengdri frétt er eftirfarandi klausa

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, vakti at­hygli á þessu á Face­book-síðu sinni í morg­un. Þar velti hún fyr­ir sér hvernig strák­ar og stelp­ur væru, hvaða for­send­ur Mela­skóli gæfi sér og hvað börn­un­um hefði verið kennt um kyn­hlut­verk.

Þegar einn þekktasti femínisti landsins viðurkennir að þekkja ekki muninn á strák og stelpu er óhætt að fullyrða að femínisminn hafi sigrað Ísland.

 


mbl.is Hætt við kynjaþemadag í Melaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og Birgitta: stærstu mistök vinstrimanna

Umboðslausa ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar klauf þjóðina þegar hún var í sárum eftir hrunið. Eftir kosningasigurinn vorið 2009 voru vinstrimenn í dauðafæri að verða raunsær valkostur við hægristjórn.

Vinstrimenn kunnu ekki með almannavaldið að fara og tileinkuðu sér ,,sekteríska" pólitík þar sem öfgum var lyft í öndvegi. Þjóðin refsaði Jóhönnustjórninni með því að lama hana í tveim þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave-samninga og slátraði stjórnarflokkunum í kosningunum 2013: Samfylkingin fékk 12,9% og Vg 10,9% fylgi.

Frétt RÚV um ummæli Birgittu Jónsdóttur hittir naglann á höfuðið.


Elliði og endurreisn stjórnmálanna

Snörp brýning Elliða Vignissonar til sjálfstæðismanna var framlag bæjarstjórans í Vestmannaeyjum til endurreisnar stjórnmálanna. Eftir hrun féllu stjórnmálin í ónáð og stjórnmálamenn taldir meðal verstu manna.

Það er tímabært að endurskoða einhliða fordæmingu á stjórnmálum og þeim sem þar starfa. Í lýðræðisríki þjóna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar því hlutverki að bjóða fram valkosti sem almenningur kýs um.

Elliði hvetur sjálfstæðismenn til að leita til grunngilda flokksins og skammast sín ekki fyrir að gefa sig að stjórnmálum. Brýningin er þörf, bæði fyrir sjálfstæðismenn og félagsmenn annarra stjórnmálaflokka. Endurreisn stjórnmálanna hlýtur að hefjast með flokksmönnum sjálfum.

Grein Elliða geymdi kröftugt líkingarmál sem sumum var ekki að skapi. Gagnrýnin sem Elliði fékk á sig úr öðrum áttum, t.d. frá Agli Helgasyni, ber þess merki að endurreisn stjórnmálanna er ekki tekið fagnandi. Verðfall stjórnmálamanna hækkaði pundið í álitsgjöfum út í bæ.


Bloggfærslur 2. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband