Vg ekki með skoðun á ESB

Flokksráðsfundur Vg samþykkt ítarlegar ályktanir um stórmál eins og friðarsvæði hvala og Palestínu en sagði ekki aukatekið orð um Evrópusambandið og hvort Ísland ætti heima innan sambandsins eða utan.

Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókn Samfylkingar, sem samþykkt var í tíð Jóhönnustjórnarinnar, með stuðningi þingmanna Vg.

Með því að segja ekki aukatekið orð um Evrópusambandið hagar Vg sér eins og sértrúarhópur sem ímyndar sér að vondir hlutir hverfi séu þeir ekki nefndir á nafn.


Sigurbjörg á tveim kennitölum í nefndarvinnu

Rannsóknanefnd alþingis um Íbúðarlánasjóð kostaði skildinginn. Karl Garðarsson þigmaður spurði ráðherra um einstaka kostnaðarliði. Í töflu sem fylgdi kostnaðaryfirliti vegna verktaka eru fjórir liðir, sbr. hér að neðan.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur er skráð fyrir 1,7 m.kr. greiðslu sem verktaki. Annar verktaki, Góðir stjórnsýsluhættir, er skráður fyrir 3,8 m. kr. greiðslu. En seinni verktakinn, Góðir stjórnsýsluhættir, er einkahlutafélag Sigurbjargar samkvæmt ríkisskattstjóra.

Það teljast varla góðir stjórnsýsluhættir að fela greiðslur til eins og sama aðila með því að skrá þær á tvær kennitölur.

 

Verktaki Upphæð Viðfangsefni
Góðir stjórnsýsluhættir ehf. 3.793.500 Ráðgjöf og textavinna
Kvant ehf. 6.390.390 Textavinna og rannsóknir
PricewaterhouseCoopers ehf. 5.218.595 Rannsóknarvinna
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 1.773.000 Ráðgjöf og rannsóknarvinna

 


Bloggfærslur 19. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband