948 ár frá Hastings

Á þessum degi árið 1066 sigraði afkomandi norrænna manna í Normandí, Vilhjálmur bastarður, her Englandskonungs, Haralds Guðinasonar, við Hastings. Englendingar segja innreið norrænu Frakkanna upphaf lénsskipulags þar í landi. Og einmitt vegna léna Normandímanna í Frakklandi gerðu enskir konungar á síðmiðöldum tilkall til konungdóms í Frakklandi. Hlaust af hundrað ára stríðið þar sem þjóðardýrlingurinn Jóhanna af Örk lét að sér kveða.

Haraldur Guðinason mætti vígmóður til leiks í Hastings, Helsingjaport upp á norrænu. Aðeins tæpum þrem vikum áður barðist hann við nafna sinn harðráða Noregskonung. Í sögu Haralds harðráða segir Snorri Sturluson að eftir orustuna við Staffurðabryggju hafi konungur Engla og Saxa haldið suður.

En Haraldur snerist þá með her sinn suður á England því að hann hafði þá spurt að Vilhjálmur bastarður fór sunnan á England og lagði landið undir sig. Þar voru þá með Haraldi konungi bræður hans: Sveinn, Gyrður, Valþjófur. Fundur þeirra Haralds konungs og Vilhjálms jarls varð suður á Englandi við Helsingjaport. Varð þar orusta mikil. Þar féll Haraldur konungur og Gyrður jarl bróðir hans og mikill hluti liðs þeirra. Það var nítján nóttum eftir fall Haralds konungs Sigurðarsonar.

Orustan við Helsingjaport er áminning um hlut norrænna manna í enskri sögu og evrópska meginlandsins.

(Takk til RT).

 


Ríkisfjölskylda vinstrimanna og góða fólkið

Vinstrimenn eru góða fólkið sem Elliði Vignisson gerir skil; fólkið sem allt veit um það hvernig við hin eigum að haga okkur og hvaða skoðanir við eigum að hafa.

Vitanlega veit formaður góða fólksins, afsakið, Samfylkingar, hvernig ríkisfjölskyldan á að líta út og hvað hún á að eyða í hvaða vöru og hvernig lífi hún á að lifa.

Bráðum birt Samfylkingin á heimasíðu sinni hvað ríkisfjölskyldan á að borða, hvert hún á að fara í ferðalag og hvernig hún skal eyða tómstundum sínum. Þá verða ítarlegar uppeldisleiðbeiningar á heimasíðu Samfylkingar fyrir ríkisfjölskylduna.

Síðast en ekki síst birtir Samfylkingin okkur hvaða stjórnmálaskoðanir eru samþykktar fyrir ríkisfjölskylduna.

Í ríkisfjölskyldusamfélagi Samfylkingar eru allir eins.


mbl.is Neysluviðmið endurskoðuð séu forsendur rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írsk ungmenni föst heima í fátækt

Atvinnuleysi meðal ungra Íra er 25 prósent. Um 42 prósent Íra á aldrinum 18 til 30 ára búa heima hjá foreldrum sínum þrátt fyrir að engin þjóð í Evrópu hafi misst til útlanda jafn stórt hlutfall í þessum aldurshópi.

Unga fólkið á Írlandi, sem fær á annað borð vinnu, er oft ýmist í ólaunuðum störfum eða atvinnubótavinnu á vegum hins opinbera. 

Írski hagfræðingurinn David McWilliams rekur rannsóknir sem sýna hve hart atvinnuleysi leikur ungt fólk: þunglyndi, alkahólismi og styttri lífaldur eru meðal afleiðinganna. 

Írar búa við evru og aðild að Evrópusambandinu.  


Íslenska leiðin til bjargar alþjóðhagkerfinu

Íslendingar ættu að vita það manna best að peningar snúast um traust. Krónan hefur látið á sjá vegna þess að við sem samfélag höfum ekki staðið vörð um grundvöll krónunnar og leyft innistæðulausa prentun á peningum með tilheyrandi vantrausti og verðbólgu.

Hvort það sé huggun harmi gegn, skal ósagt, en í alþjóðlegri umræðu hagspekinga er látið eins og hægt sé að peningaprenta sig úr vanda núllvaxtar. 

Í Telegraph segir Jeremy Warner að stórkanónur hagfræðinnar ráðleggi núna að fleyja peningum úr þyrlu til að auka eftirspurn í hagkerfum og ræsa þannig heimshagkerfið sem er í lamasessi.

Undir þessum kringumstæðum gæti íslenska krónan orðið traustasti gjaldmiðillinn í veröld víðri.


mbl.is Veitir seðlabönkum of mikil völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband