Fréttastofa RÚV og fagleg fávísi

Blaðamennska er að velja fréttir og tíðindi sem upplýsa um stöðu mála. Á hverjum tíma reyna hinir og þessir að koma á framfæri slúðri, getgátum og spuna sem fréttum. Blaðamenn eiga að vinsa úr ruglinu og birta aðeins það sem heldur máli.

Frétt RÚV um málefni SÁÁ er handan alls velsæmis. Fréttastofan gleypir ruglið hrátt og dregur það á hæsta hún. Einnar heimildar blaðamennska af þessari sort í máli af þessu tagi er óafsakanleg fagleg fávísi.

Fréttastofa RÚV hlýtur að gera grein fyrir þessari yfirsjón og útskýra hvað fór úrskeiðis. 

 


Bankamenn í lögbrotum, siðleysi og valkvæðum heiladauða

Bankamenn á Íslandi fyrir hrun stunduðu lögbrot og urðu berir að siðleysi. Þeir aftengdu dómgreindina með valkvæðum heiladauða og létu eins og allt væri í fína lagi fram að síðasta degi fyrir gjaldþrot.

Íslensku bankamennirnir fengu alþjóðalega aðvörun árið 2006 þegar álitsgjafar sögðu íslensku bankana ósjálfbæra. íslensku bankarnir gerðu ekkert til að vinda ofan af ofurskuldsetningu. Þeir gáfu út litprentaðan bækling kortéri fyrir hrun, árið 2008, undir heitinu Í faðmi sviptivinda. Þar segir m.a.

Þær raddir gerast nú háværari meðal erlendra og innlendra greiningaraðila að álagið sé alltof hátt og áhætta sem tengist íslensku bönkunum sé ofmetin. 

Hvergi vottar fyrir að íslensku bankamennirnir kveiki á þeirri staðreynd að bankarnir eru útblásin blaðra með ekkert innihald. Eina framlag íslenskra bankamanna er siðlaus áhætta, stórkostlegur hroki og glæpsamlegt gjaldþrot.

Ekki er hægt að dæma bankamennina fyrir siðleysi eða hroka. En fyrir lögbrotin eiga þeir á að fá makleg málagjöld. Annars virkar réttarkerfi okkar ekki. 


mbl.is Gjaldþrota með lánshæfiseinkunnina A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru-ríkin eru sjúklingar heimshagkerfisins

Þýskir fjölmiðlar tala um yfirvofandi gengisfellingu evrunnar. Álitsgjafar í efnahagsmálum segja evru-samstarfið festa meginlandið í kviksyndi verðhjöðnunar og samdráttar.

Um langa hríð stendur val evru-ríkjanna um að stórauka miðstýringu efnahagkerfa sinna og í reynd búa til Stór-Evrópu eða brjóta upp evru-samstarfið. Þegar hvorugt er stöðnun og hægfara hnignun afleiðingin.

Tvær sviðsmyndir blasa við evru-ríkjunum. Í fyrsta lagi langtíma kreppa, í tíu eða fimmtán ár, þar sem haldast í hendur lítill hagvöxtur og hátt atvinnuleysi. Í öðru lagi hrun sem sprengir upp gjaldmiðlasamstarfið með því að ríku þjóðirnar fari úr samstarfinu eða að þeim fátækari verði úthýst.

Evru-ríkin eru sjúklingar heimshagkerfisins og sjálfstæður óvissuþáttur í alþjóðlegum efnahagsbúskap. Þessi greining er niðurstaða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og bandaríska seðlabankans.

Það er með miklum ólíkindum að á Íslandi séu pólitísk öfl sem vilja leggja þjóðina inn bráðadeildina í Brussel.


mbl.is Meðaleinkunn ESB-landa versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband