Dauði blaðamennskunnar

Fjölmiðlum tekst illa að fjármagna sig á netinu samtímis sem lestur blaða og áhorf/hlustun ljósvakamiðla skreppur saman. Kreppueinkennin eru mörg og misjöfn.

Hér á Íslandi reyna fjölmiðlar að bæta sér upp skort á efnahagslegum forsendum með stöðutöku í opinberri umræðu þar sem fjölmiðill berst fyrir tiltekinni niðurstöðu. RÚV reynir þetta reglulega, núna síðast í MS-málinu. ,,Blaðamennska" DV í lekamálinu er einnig þessu marki brennd.

Erlendis eru tilraunir með ,,konsept-blaðamennsku" til að draga til sín athygli. Jákvæðar fréttir og lífstílsefni eru hluti af þessari tegund blaðamennsku. Mette Fugl, danskur reynslubolti í faginu, telur ,,konsept-blaðamennsku" bera dauðann í sér.

Blaðamennskan verður á 19.öld með tilurð dagblaða í fjöldadreifingu. Blaðamennska er í hnotskurn að segja frá tíðindum dagsins en hvorki að stjórna niðurstöðu opinberrar umræðu, t.d. hvort lög skulu afnumin eða ráðherra vikið frá, né heldur að skemmta lesendum eða kynna glassúrheimsmynd. 

Blaðamennska er stunduð á fjölmiðlum sem fá tekjur til að borga blaðamönnum laun. Þegar blaðamennskan á fjölmiðlum dettur niður í bloggskrif verða fjölmiðlarnir óþarfir. Þar með deyr blaðmennskan enda borgar enginn fyrir það sem fæst ókeypis.

 


Bloggfærslur 12. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband