Sagan hefnir sín á Evrópu

Evrópusambandiđ freistar loka landamćrum sínum fyrir óćskilegum áhrifum, einkum  frá Miđausturlöndum og Afríku.

Ótti ESB viđ herskáa múslíma frá arabaheiminum magnast međ ţví ađ margir sem berjast fyrir kalífadćmi í Sýrlandi og Írak undir merkjum Ríkis íslam eru túristamálaliđar frá Vestur-Evrópuríkjum.

Frá Afríku óttast Evrópusambandiđ ebólu-faraldurinn.

Trú og farsóttir voru einmitt helstu vopn Evrópumanna ţegar ţeir lögđu undir sig nýja heiminn fyrir hálfu árţúsundi.

Međ kristni og hlaupabólu lögđu Spánverjar og Portúgalar undir sig Suđur-Ameríku. Englendingar og Frakkar hirtu Norđur-Ameríku međ sambćrilegum hćtti.

Íslam og ebóla láta Evrópu núna finna til tevatnsins.

 

 


mbl.is Vilja auka landamćragćslu ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frjálshyggja í ţágu fákeppni; áfengi og vopn

Bókstafur frjálshyggjunnar segir ađ frelsi einstaklingsins til orđs og ćđis sé ćđra rétti samfélagsins til öryggis og heilbrigđis. Á ţessum frjálshyggjugrunni beita nokkrir ţingmenn sér fyrir ţví ađ auka ađgengi ađ áfengi međ ţví ađ afnema ríkiseinkasölu og fćra áfengisverslunina í matvörubúđir.

Međ ţví ađ máta frjálshyggjurökin til afnáms ríkiseinkasölu á áfengi viđ vopnalögin sést hversu frámunalega heimskuleg rökin eru.

Bókstafur frjálshyggjurnnar segir ađ opinberar takmarkanir á vopnaeign ţrengi ađ rétti einstaklingsins til ađ ákveđa sjálfur hvort hann eigi byssu, eina eđa fleiri, og hvar hann kaupir vopnin. Rétt eins og áfengi eitt og sér er byssa sem slík saklaus hlutur sem ekki gerir neinum mein.

Á hinn bóginn er deginum ljósara ađ međ betra ađgengi ađ skotvopnum aukast líkurnar á misnotkun ţeirra. Nákvćmlega sama gildir um áfengi.

Reynslurökin sýna og sanna ađ samfélagiđ gerir rétt međ ţví ađ setja sérstakar reglur um sölu og međferđ skotvopna og áfengis.

Frjálshyggjumenn láta ţađ yfir sig ganga ţegjandi og hljóđalaust ađ vopnalög skuli ţrengd um leiđ og ţeir berjast fyrir rýmri áfengissölu og auglýsa ţar međ hentistefnu sína. Frjálshyggjan er ekki prinsipp heldur verkfćri til ađ ţóknast viđskiptahagsmunum fákeppnisverslunarinnar sem rekur Bónus, Hagkaup og Krónuna.

Frjálshyggja í ţágu fákeppni ţar sem almannahagsmunum er fórnađ fyrir hagnađ stórfyrirtćkja er varla ţađ sem meirihluti alţingis Íslendinga stendur fyrir.


mbl.is Vopnalög ţrengd í ţágu almannahags
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband