Stjórnmál sem hjónaband - eða: bjánar í pólitík

Hjónabandsráðgjafi var úrræði þingmanna Borgarahreyfingarinnar, sem gátu ekki talað saman nema til að misskilja hvert annað, segir Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður stjórnmálahreyfingarinnar sem spratt úr búsáhaldabyltingunni.

Hjónabandsráðgjöf er kölluð til í biluðum persónulegum samböndum, þegar fólk er ráðþrota í persónulegu rugli. Þegar hjónabandsráðgjafi er kallaður til stjórnmálahreyfingar er augljóst að innan hreyfingarinnar starfar brotið fólki sem kann ekki að gera greinarmun á því persónulega og opinbera.

Eftirhrunsörvæntingin kallaði marga kverúlanta til verka; fólk sem ekkert kunni og var margt illa innrætt. Í skjóli upplausnar samfélagins sá þetta fólk sér leik á borði að bæta ömurleika ofan á eyðilegginguna.

Ruslahrúgufólkið hvarf flest til síns heima eftir eitt kjörtímabil á alþingi. Farið hefur fé betra.

 


Netverslun lækkar verð og refsar offjárfestingu

Stjórnvöld eiga að efla og auka netverslun með því að gera hana skilvirkari. Íslensk verslun rekur sig á óguðlegri álagningu upp á mörg hundruð prósent. Offjárfestingar í kringlum og smáralindum eru rakið dæmi um bruðlið.

Því meira sem flyst af verslun úr steinsteypu yfir á netið því betra.

Neytendur hagnast og láglaunastörfum fækkar; allir græða nema fákeppnisverslunin. 


mbl.is Netverslun færir tekjur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturköllun ESB-umsóknar prófsteinn stjórnarflokkanna

Báðir stjórnarflokkarnir eru með skýrar flokkssamþykktir um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk í arf umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar en hefur heykst á því að afturkalla hana.

Flokksþing Framsóknarflokksins er í febrúar/mars og skömmu síðar landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir geta ekki komið tómhentir á þessar samkomur í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins.

Afturköllun ESB-umsóknar er algjört skilyrði fyrir því að hægriflokkarnir gangi sæmilega trúverðugir til leiks í seinni hálfleik kjörtímabilsins. 


Bloggfærslur 10. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband