Stór-Ameríka og Klofnings-Evrópa

Stórvesírar í hagfræði, til dæmis nóbelshafinn Michael Spence, segja kjör Donald Trump marka tímamót í heimshagkerfinu. Alþjóðleg hugmyndafræði um frjálsa verslun víkur fyrir heimalningsstefnu um að hollur sé heimafenginn baggi. Stór-Ameríka Trump á fátt sameiginlegt með alþjóðahyggju síðustu forseta.

Evrópusambandið naut góðs af hugmyndafræðinni um alþjóðahyggju þar sem þjóðríkið skyldi gegna æ minna hlutverki en yfirþjóðlegar stofnanir setja í auknum mæli lög og reglur þvert á landamæri.

Frá bandarískum sjónarhóli hægrimannsins Patrick J. Buchanan er Evrópa (les Evrópusambandið) á hröðu undanhaldi frá sjálfri sér - og í faðm Pútín Rússlandsforseta. Buchanan, eins og margir hægrimenn, telur að bandarískir forsetar og leiðandi stjórnmálamenn í Evrópu hafi gert Pútín rangt til og vilja stöðva hernaðaruppbyggingu Nató á vesturlandamærum Rússlands. En rússagrýlan er síðustu ár sameinandi afl fyrir Evrópusambandið, samanber Úkraínu-deiluna.

Klofningsferli Evrópusambandsins er komið á það stig að ekki verður aftur snúið. Vinstriútgáfan Guardian, sem er hlynnt ESB, skrifar í leiðara að forsetakosningarnar í Frakklandi séu til marks um stórfelldar breytingar í álfunni. Hægripólitík, andsnúin ESB en hlynnt vinsamlegum samskiptum við Rússland, er óstöðvandi.

Án alþjóðahyggju og rússagrýlu fær Evrópusambandið ekki viðspyrnu að stöðva hnignunina.


mbl.is Goldman Sachs-stjóri fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirkennari Íslands sér varalit á svínum

Ragnar Þór Pétursson kennari er sá maður sem bæði mbl.is og RÚV leita til að túlka nýja kjarasamninga grunnskólakennara. Á mbl.is segir Ragnar Þór enga framtíðarsýn í samningnum og á RÚV að samningurinn sé ,,varalitur á svín."

Ragnar Þór er ekki aðeins í þeirri stöðu að vita allt betur en allir grunnskólakennarar landsins. Hann veit líka betur en allir aðrir hverjir eigi að vera skólastjórnendur í framhaldsskólum. Hann komst í fréttirnar, en þar finnst honum fjarska gaman, þegar skólastjóri Borgarholtsskóla var ráðinn, en Ragnar Þór var í skólanefnd. Brynjar Níelsson þingmaður sagði þetta um upphlaupið: ,,Ég held því að uppsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla angi af venjulegri frekju."

Ragnar Þór var sakaður um kynferðislegt áreiti fyrir þrem árum og gekk rösklega fram eins og fyrri daginn í fjölmiðlum, með viðkomu í Kastljósi RÚV og viðtölum við netmiðla. Ásökunin um kynferðislegt ofbeldi kom hvergi fram opinberlega nema hjá Ragnar Þór sjálfum, sem skrifaði pistil og boðaði að hann ætlaði að hverfa til nýrra starfa.

En, eins og segir gamla kvæðinu, í skólanum er skemmtilegt að vera: í boði stærstu fjölmiðla landsins er Ragnar Þór orðinn yfirkennari Íslands.

Til hamingju, grunnskólakennarar, með þennan talsmann ykkar.

 


mbl.is Sagði upp á kynningarfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðuneyti kaupir sér áhrif í pólitík

Utanríkisráðuneytið ætlar að kaupa fjölmiðil til að fjalla um mál sem ráðuneytið vill að fái aukið vægi í pólitískri umræðu. Tilraunaverkefni ráðuneytisins er þróunarmál. Ef vel tekst til gæti utanríkisráðuneytið notað sömu aðferð við annað stefnumál, til dæmis ESB-umsóknina.

Kaup ráðneytisins á fjölmiðlaumfjöllun spillir bæði opinberri stjórnsýslu og fjömiðlun. Pólitísk umræða gengur þannig fyrir sig í grófum dráttum að hugmyndir og stefnumál eru rædd á opnum vettvangi í fjölmiðlum og á netinu. Stjórnmálaflokkar sækja efnivið sinn í þessa umræðu og gera að pólitískri stefnu sinni. Með því að kaupa fjölmiðil til að fjalla um sérstök áhugamál sín reynir utanríkisráðuneytið að hafa óeðlileg áhrif á umræðuna.

Stjórnsýslunni er ætlað að framkvæma stefnu sem stjórnmálaflokkar bera fram og fá umboð frá kjósendum til að framfylgja. Ef stjórnsýslan, þ.e. ráðuneyti og opinberar stofnanir, kaupir sér aðgang að umræðunni, þar sem fyrstu drög pólitískrar stefnu verða til, jafngildir það tilraun til að svindla á lýðræðinu.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins segist treysta fjölmiðlum að starfa faglega. En fagleg fjölmiðlun gengur út á að láta peninga ekki hafa áhrif á efnisval og efnistök. Með því að kaupa sig inn á fjölmiðla er ráðneytið í senn að lýsa yfir vantrausti á fjölmiðla og vilja til að taka þátt í spillingu. Utanríkisráðuneytið er komið langt út fyrir sitt valdsvið þegar það kaupir fjölmiðlaumfjöllun í sína þágu.


mbl.is Ekki greitt til að fjalla um ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gröf Nató er í Aleppo

Árás hervéla Nató-ríkja á sýrlenska stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Rússa, í september var til að hindra gildistöku samkomulags milli utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands frá 9. september.

Samkomulagið gerði ráð fyrir samstöðu Nató-herja, undir forystu Bandaríkjanna, og Rússa við að knésetja herskáa múslíma í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Samkomulagið var óvinsælt í Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem krefst nýrrar ríkisstjórnar í stað Assad forseta.

Aleppo er núna, tveim mánuðum síðar, við það að falla Assad og Rússum í skaut. Bandaríkin og Nató eru áhorfendur að endataflinu í Sýrlandi þar sem Rússar standa með pálmann í höndunum. Assad forseti gefur lítið fyrir eftiráskýringar Bandaríkjamanna um að árásin í september hafi verið mistök.

Sýrlandsleiðangur Nató og Bandaríkjanna er farinn út um þúfur. Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er með horn í síðu Nató og sneypuför í Sýrland kaupir hernaðarbandalaginu ekki vinsældir.

Nató er að stofni til hernaðarbandalag Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna frá dögum kalda stríðsins. Útþensla Nató í Austur-Evrópu og verktaka Nató-ríkja fyrir Bandaríkin í miðausturlöndum gerir bandalagið líkara málaliðaher frá miðöldum en vettvangi fyrir öryggi og samvinnu Vestur-Evrópu.

Aleppo var blóðvöllur vestræns málaliðahers árið 1119, á tímum krossferðanna, þegar um 4000 manna her þeirra var eytt. Sagan endurtekur sig.


mbl.is Mistök ollu mannskæðri loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara

Tjáningarfrelsið er undirstaða sem mörg önnur réttindi hvíla á, þar með talinn rétturinn til að vera öðruvísi í siðum og háttum. Ríkissaksóknari gerir skipulagðar atlögur að tjáningarfrelsinu með ákærum á hendur Pétri Gunnlaugssyni og Jóni Val Jenssyni.

Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara gefur viðurkenndum borgaralegum réttindum langt nef og skapar réttaróvissu. Gildisdómar eru viðurkenndir undir gildandi rétti og skulu refsilausir. Hinsegin réttlæti er tilraun til að útiloka sjónarmið sem eru í bága við pólitískan rétttrúnað á hverjum tíma. Nái tilraunin fram að ganga er tekinn af okkur réttur sem við höfum núna; að fella gildisdóma um menn og málefni.

Hinseginárátta ríkissaksóknara lyktar af misbeitingu opinbers valds. 


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir öxull nýrrar stjórnar

Sigurvegarar kosninganna voru Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Flokkarnir tveir eru þeir stærstu á alþingi og hvor á sínum væng stjórnmálanna.

Táknmál stjórnmálanna ber ekki að vanmeta. Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í hádegisfréttum að nálgun hans að viðræðunum væri að kanna hvort samstaða næðist á milli áður en þriðja flokki yrði boðin aðild.

Formaður Sjálfstæðisflokksins fer nærri að bjóða Vinstri grænum sjálfdæmi um aðild þriðja flokksins að mögulegri ríkisstjórn. Sem bæði lýsir veglyndi og verulegum samstarfsvilja. Vonandi veit það á gott. 


mbl.is Bjarni og Katrín funda í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir velja: hægristjórn eða þjóðstjórn

Það er í höndum Vinstri grænna að velja á milli þess að hér verði hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar annars vegar eða hins vegar þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þarf þriðja hjólið undir vagninn, sem annað tveggja væri síamstvíburinn Viðreisn-Björt framtíð eða Framsóknarflokkurinn.

Skorti Vinstri græna pólitískt þrek að verða ríkisstjórnarflokkur gæti Framsóknarflokkurinn orðið hluti af mið-hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar-Bjartrar framtíðar. Framsóknarflokkurinn yrði jafnvel á varamannabekknum til að byrja með og kæmi inn á í seinni hálfleik.


mbl.is Mjakast örlítið í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Lilja, svona gerir maður ekki

Kostun utanríkisráðuneytisins á fjölmiðlaumfjöllun um sérstakt hugðarefni ráðuneytisins, þróunarmálum, er skref í ranga átt í fjölmiðlun. Með kostun stjórnvalda á útvöldum viðfangsefnum er tvöfaldri hættu boðið heim.

Í fyrsta lagi verður til fordæmi fyrir því að almannafé verði notað að tala upp og berjast fyrir tilteknum stefnumálum. Þróunarmál eru ekki ýkja umdeild. En hvað ef sjávarútvegsráðuneytið kaupir fjölmiðla að fjalla um kvótakerfið? Innanríkisráðuneytið kaupi umfjöllun um málefni flóttamanna? Iðnaðarráðuneytið fjármagni fjölmiðlaumræðu um raforkusölu með sæstreng? Ráðuneyti væru komnir út í grjótharða pólitík, sem ekki samrýmist hlutlægri og málefnalegri stjórnsýslu.

Í öðru lagi skaðar ríkisfjármögnuð kostun lýðræðislega umræðu. Við búum við meira og minna frjálsa umræðu þar sem einstaklingar, áhugahópar, fyrirtæki og samtök eiga greiða leið að helsta vettvangi umræðunnar, sem er á netinu. Ef ríkisvaldið haslar sér völl á sama vettvangi, og kemur ekki fram undir nafni, heldur breiðir yfir nafn og númer sitt með leppun verður umræðan ekki frjálsari heldur mun tortryggni aukast. Upplýsingar eru metnar í samhengi við þá sem veita þær og koma þeim á framfæri. Komist fjölmiðlar upp á lagið að verða málgögn ráðuneyta og ríkisstofnana er hætt við að almenningur eigi erfitt með að aðgreina frjálsa umræðu frá keyptri. Ógagnsæi ykist og tilfinningin að stóri bróðir, ríkisvaldið, stýrði umræðunni drægi úr trausti, bæði á ríkisvaldinu og fjölmiðlum.

Lilja Alfreðsdóttir er utanríkisráðherra. Engin ástæða er til að ætla að hugmyndin um kostun ráðuneytisins á fréttaflutningi um þróunarmál sé hennar höfundarverk. En Lilja myndi gera frjálsri umræðu gagn ef hún legði þessi áform á hilluna þar sem þau eiga heima.

 

 


mbl.is Greiða fjölmiðlum fyrir umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andúð á ESB vex í Evrópu - hægriflokkar styrkjast

Hægristjórnmál styrkjast um alla Evrópu. Tvö meginþemu eru vaxandi andúð á Evrópusambandinu og uggur vegna flóttamannastraumsins frá Afríku og miðausturlöndum.

Hægripólitík býður skýrari svör við áhyggjum almennings. Vinstrimenn þykja samdauna Brusselvaldinu og fjölmenningu er leiðir til samfélagslegrar upplausnar. Brexit og sigur Trump í Bandaríkjunu eru vatn á myllu hægrimanna.

Evrópusambandið er orðið svo illa úti í umræðunni að jafnvel smáangar þess, EES-samningurinn, kallar á stofnun flokks til höfuðs samstarfinu, samanber Noreg.

Evrópusambandið ætlaði að nota Brexit til að tyfta Breta og þétta raðirnar. Þá rísa upp öfl, t.d. pólska hægristjórnin, sem lýsa yfir stuðningi við Breta í Brexit-vegferðinni.

Evrópusambandið stefnir í að verða síðasta vígi kratismans.


mbl.is Öfgaflokkur stærstur í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt og nafnlausar árásir

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar ritstýrir Hringbraut á bakvið tjöldin með því að taka ákvarðanir um efnisval útgáfunnar. Á Hringbraut birtast undir nafnleysi svæsnar árásir á pólitíska andstæðinga Benedikts.

Benedikt kvartar undan ósanngjarnri umfjöllun um sig, sem er nafnlaus og virðist runnin undan rifjum Pírata.

Ef Benedikt meinar eitthvað með ,,góðri orðræðu" ætti hann sem skuggaritstjóri Hringbrautar að taka ákvörðun um að þar birtist ekki nafnlaus áróður. Yfir til þín, Benedikt.


mbl.is Benedikt svarar ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband