Hitler-líking er snara í hengds manns húsi

Ţýskur stjórnmálamađur sem líkir Krímtöku Pútíns hins rússneska viđ yfirtöku Hitler á ţýskumćlandi héruđum Tékkóslóvakíu fer strangt tekiđ međ rétt mál. Í báđum tilvikum vildu íbúarnir verđa hluti af Rússlandi Pútíns annars vegar og hins vegar Ţýskalandi Hitlers.

Á hinn bóginn er ferill Hitlers slíkur eftir 1938, ţegar Súdeta-Ţjóđverjar voru innlimađir, ađ sérhver samlíking vđ hann ber í bćtifláka fyrir óhćfuverk nasista.

Og ađ mađur međ reynslu eins og Wolfgang Schäble fjármálaráđherra Ţýskalands skuli láta sér detta í hug ţessi samlíking er ótrúlegt.


mbl.is Líkti ađgerđum Pútíns viđ árásir Hitlers
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Facebook-klofningur Sveins Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögmađur fékk vettvang í RÚV í hádeginu (nema hvađ)  til ađ auglýsa klofningshótun fáeinna sjálfstćđismanna á Facebook. Ţeir vilja ekki una ítrekuđum landsfundarsamţykktum Sjálfstćđisflokksins um ađ ađlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandiđ skuli hćtt.

Sveinn Andri tók fram ađ hann ćtlađi sjálfur ekki ađ veita klofningsflokknum forystu, en leita til manna eins og Ţorsteins Pálssonar og Benedikts Jóhannessonar, besta frćnda Íslandssögunnar, til ađ leiđa klofninginn.

Stjórnmálaflokkur sem stofnađur er međ ţađ yfirlýsta markmiđ ađ kljúfa annan stjórnmálaflokk á meira skylt viđ pólitíska fjárkúgun en heiđarleg stjórnmál.


Ríkisafskipti og sanngirni

Skuldaleiđrétting heimilanna er ríkisafskipti á nokkuđ stórum skala. Pólitísk umrćđa um kosti og galla ríkisafskipta hlýtur ađ eiga viđ skuldaleiđréttinguna.

Í samfélaginu er sátt um ađ ţegar stórfelld áföll dynja yfir eigi ríkisvaldiđ ađ nota sameiginlega fjármuni okkar til ađ bćta skađann eftir ţví sem kostur er.

Hruniđ var stóráfall og flestum fannst sanngirnismál ađ ţeir sem verst urđu út skyldu fá bćttan skađann - út á ţađ gekk öll umrćđan á síđasta kjörtímabili um  ,,skjaldborg heimilanna."

Umrćđan leiddi í ljós ađ fjarska erfitt er ađ skilgreina sanngirni í samhengi viđ áhrif hrunsins á efnahag fólks - og ţví verr sem lengur leiđ frá hruni.

Skuldaleiđréttingin tekur miđ af umrćđunni enda líkist hún meira almennri efnahagsađgerđ en ríkisafskiptum í ţágu afmarkađs hóps. Og ţađ eykur sanngirni skuldaleiđréttingarinnar.

 

 


Fríverslun utan ESB er betri kostur

Ísland gat gert fríverslunarsamning viđ Kína ţar sem okkar hagsmunir eru sértćkir. Evrópusambandiđ, sem gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd allra ađildarríkja sinna, stendur vörđ um víđtćka hagsmuni.

Innan Evrópusambandsins myndu íslenskir hagsmunir vera metnir í samhengi viđ hagsmuni 500 milljóna annarra íbúa ESB og gefur auga leiđ ađ hagsmuni okkar vćru léttvćgir.

Best fer á ţví ađ hver ţjóđ gćti sinna viđskiptahagsmuna en láti ekki miđstýrt alţjóđabákn sinna ţeim.


mbl.is Betri fríverslunarsamningar utan ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vinstripólitík; í einum flokki en í frambođi fyrir annan

Gísli Baldvinsson er félagi í Samfylkingunni en ćtlar í frambođ fyrir annan flokk í Kópavogi. Formađur Samfylkingar í Kópavogi bađ Gísla ađ segja sig úr flokknum og vísađi til flokkslaga. Gísli neitađi.

Vinstrimenn ómerkja pólitískt starf međ ţví ađ stofna fleira en eitt pólitískt frambođ utan um sama hóp frambjóđenda, sbr. Bjarta framtíđ og anga af sama tagi.

Dulargervin sem vinstrimenn klćđast rugla bćđi kjósendur, og til ţess er leikurinn gerđur, en líka grafa ţau undan lýđrćđinu. 

 


Stór flokkur byggđur á minnihlutasjónarmiđum

Nýr hćgriflokkur Ţorsteins Pálssonar og félaga á ađ verđa leiđandi í stjórnmálum. Viđ höfum heyrt ţennan áđur.  Samfylkingin var stofnuđ til ađ verđa stór vinstriflokkur. Ađalmál flokksins varđ minnihlutapólitíkin um ađ Ísland ćtti ađ verđa ađili ađ Evrópusambandinu.

Í síđustu ţingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent út á minnihlutasjónarmiđiđ um Ísland í ESB.

Flokkur Ţorsteins Pálssonar og félaga ćtlar ađ bjóđa upp á hćgriútgáfu af Samfylkingunni. Sá flokkur getur ekki orđiđ leiđandi í stjórnmálum en kannski átt sína frćgđ í fimmtán mínútur eđa svo.


Bandaríkin veikjast, ófriđarhorfur aukast

Á tímabilinu eftir fall Berlínarmúrsins voru Bandaríkin eina réttnefnda stórveldiđ og gátu meira og minna fariđ sínu fram á alţjóđavettvangi. Viđbrögđin viđ árásinni á tvíturnana í New York voru innrásir í Afganistan og Írak, - hvorttveggja á vafasömum forsendum.

Bandaríkin riđu ekki feitum hesti frá Miđausturlöndum og tiltrú ţeirra beiđ hnekki. Ţrátefli í innanlandsstjórnmálum, sem m.a. leiddi af sér ađ ríkisstofnanir urđu ađ loka vegna skorts á fjárheimildum, drógu upp ţá mynd ađ Bandaríkin vćru risi á brauđfótum.

Farsakenndar tilnefningar á peningamönnum í embćtti sendiherra eru birtingarmynd af bandarískri stjórnsýslu, sem virđist ekki ráđa viđ verkefniđ sitt.

Veikari Bandaríki gefa mönnum eins og Pútín Rússlandsforseta tilefni til ađ prófa sig áfram og kanna hve langt er hćgt ađ komast međ hernađarógn.

Sérfrćđingar í sögu og eđli stríđsátaka, t.d. Michael Howard, segja okkur ađ stríđ byrji aldrei vegna tilviljana eđa skyndihugdettu ráđamanna. Ákvörđun um ađ hefja stríđ byggir alltaf á rökhugsun og yfirvegun á sóknarfćrum og áhćttu.

Illu heilli stenst ekki ígrundunin í ađdraganda stríđs nema í helmingi tilfella. Sagan kennir okkur ţađ.


mbl.is Obama skipti út sendiherraefnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Norđurslóđir forgangsmál stórveldanna

Skipan helsta sérfrćđings Rússa í málefnum norđurslóđa í sendiherraembćtti á Íslandi stađfestir ađ landiđ er komiđ í ţjóđbraut alţjóđastjórnmála.

Auđlindir fyrir norđan okkur og auknar siglingar vegna minni ísa stóreykur mikilvćgi ţessa heimshluta.

Íslendingar ćttu ađ stórauka samvinnu viđ Grćnlendinga, Fćreyinga og Norđmenn til ađ mćta ásókn stórveldanna.


mbl.is Vasiliev nćsti sendiherra Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnmálaflokkur Ţorsteins Pálssonar

Međ eđa án vilja Ţorsteins Pálssonar er skipulega kannađ hvort fylgi sé viđ stjórnmálaflokki međ hann sem formann.

Ţorsteinn hlýtur ađ svara ţví hvort hann sé ţátttakandi í ţessari nýstárlegu tilraun til ađ stofna stjórnmálaflokk.

Ţorsteinn og félagar hans í fámenna hópi ESB-sinna í Sjálfstćđisflokknum er búnir ađ brenna allar brýr ađ baki sér í flokknum međ ţví ađ taka saman viđ Samfylkinguna í skipulegri ađför ađ formanni Sjálfstćđisflokksins.


Pawel og pólska paranójan

Pólverjar óttast Rússa frá gamalli tíđ. Landvinningar Rússa í Úkraínu gera Pólverja dauđskelkađa enda óttast ţeir ađ Pólland verđi nćst. Ađrir á meginlandi Evrópu, t.d. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Ţýskalands, sýna Rússum skilning og vara viđ ofsóknarkenndum viđbrögđum.

Pawel Bartoszek er pólskćttađur Íslendingur sem sér Pútín sem herskáan einrćđisherra og skammar forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, ađ dempa gagnrýni á Pútín en ber lof á Gunnar Braga utanríkisráđherra ađ sćkja Úkraínu heim og sýna fórnarlömbum Pútíns stuđning.

Í Úkraínu, eins og alţjóđ veit, takast tvö stórveldi á um áhrifasvćđi; Evrópusambandiđ annars vegar og hins vegar Rússland. 

Pawel er ötull talsmađur ţess ađ Ísland verđi ađili ađ Evrópusambandinu. Ísland á hinn bóginn á ekki ađild ađ valdastreitu stórveldanna á meginlandi Evrópu. 

Ţađ er ekki í ţágu íslenskra hagsmuna ađ Ísland verđi ađili ađ átökum meginlandsţjóđanna - hvort sem pólska paranójan á rétt á sér eđa ekki.

 


mbl.is Ekki á leiđ inn í Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband