RÚV: Breivik var ekki múslími - ekkert að óttast

RÚV sagði okkur í kvöldfréttum að íslenska lögreglan þyrfti ekki að vopnast vegna uppgangs herskárra múslíma. Rökin fyrir þessari niðurstöðu eru sótt til talsmanns félags múslíma á Íslandi.

Talsmaður múslíma varaði við ljóshærðum og kristnum öfgamönnum eins og Breivik en taldi ekkert að óttast fjöldamorðingjana í Ríki íslams.

Nei, þetta voru ekki ljóskufréttir í skólaútvarpi heldur RÚV 30. nóvember á því herrans ári 2014.


Egill segir Bigga löggu til syndanna

Egill Helgason, sem hefur lesið ,,milljón" greinar um pólitískan rétttrúnað, segir Bigga heimska löggu undir þeirri rós að Biggi skrifaði grein sem ekki er sú ,,skarpasta."

Biggi lögga biðst vægðar eftir að hafa lent í hakkavél Egils og rétttrúnaðarliðsins.

Það er munur þegar ,,milljón greina" menn kenna almúgafólki hver þeirra staða er í lífinu; að halda kjafti og bugta sig fyrir þeim rétthugsandi.

 

 

 

 


Stríð, smáríki og stórþjóðir

Stríð bjó til smáríkið Danmörku, sem lærði þá lexíu í stríðinu við Prússa 1864 að smáríkjum sé hollast að rækta garðinn sinn. Fyrir 1864 taldi Danmörk sig til stórríkja með nýlendur eins og Ísland, Grænland og Færeyja í Norður-Atlantshafi en jafnframt með ítök í Vestur-Indíum, Afríku og Asíu. Í dönskum kennslubókum er Danmörk sögð á nýöld meðalstórt nýlenduríki.

Suður af Danmörku tilheyrðu þýskumælandi þegnar Danakonungi frá miðöldum, í hertogadæmunum Slésvík og Holsetalandi.

Danir töldu sig eiga í fullu tré við Prússa, sem undir stjórn Vilhjálms konungs og Bismarcks, gerðu sig líklega til að taka forystuna af Austurríkismönnum við að sameina þýskumælandi í eitt ríki - Þýskaland.

Prússar lærðu af Napoleónsstyrjöldunum að með hernaðarmætti mætti hvorttveggja sundra þjóðir og sameina. Höfundur kenningarinnar um að stríð væri pólitík með öðru verklagi er einmitt Prússinn Carl von Causewitz og hann lærði sín fræði af hernaði Korsíkumannsins knáa.

Danir gjörtöpuðu stríðinu 1864 fyrir Þjóðverjum, sem lögðu undir sig mestallt Jótland. Tap Dana var hernaðarleg, diplómatískt og hugsjónalegt, segir í Politiken um stríðið 1864, en sjónvarpsþættir byggðir á stríðinu eru sýndir í DR og RÚV.

Í friðarsamningunum eftir 1864 kom til tals í Danmörku að bjóða Prússum Ísland í skaðabætur til að halda nyrsta hluta Slésvíkur, sem var einkum byggð Dönum. Prússar, góðu heilli, voru að svo komnu máli ekki á höttunum eftir heimsveldi heldur þýsku heimalandi og Ísland féll ekki undir það hugtak.

Prússar gengu á lagið eftir sigurinn yfir Dönum. Þeir herjuðu á Austurríkismenn 1866 og fjórum árum síðar Frakka og sigruðu báða auðveldlega. Prússakonungur var krýndur keisari Þýskalands árið 1871.

Danmörk varð þannig smáríki eftir stríðsreynslu en Þýskaland stórríki. Íslendingar, sem þekkja mennsk stríð mest af afspurn en því betur stríð við náttúruöflin, gera rétt í að halda sér í sem mestri fjarlægð frá bandalögum og hrossakaupum stríðsþjóðanna á meginlandi Evrópu.

 

 


Sjálfstæðisflokkur stærstur meðal dverga

Sjálfstæðisflokkurinn var að meðaltali með liðlega 35 prósent fylgi árabilið 1963 til 2013, en fær aðeins að meðaltali rétt rúmlega 25 prósent fylgi síðustu tvennar kosningar. Styrmir Gunnarsson vekur athygli á þessum samanburði, sem kemur frá Óla Birni Kárasyni.

Sjálfstæðisflokkurinn skemmdist í útrásinni enda bar flokkurinn pólitíska ábyrgð á hruninu. Ráðningin sem kjósendur veittu flokknum í kosningunum 2009 gekk að nokkru leyti tilbaka í síðustu kosningum.

Kjósendur áttu við síðustu kosningar kost á tveim hægriflokkum. Framsóknarflokkurinn var trúverðugri en Sjálfstæðisflokkurinn á tveim mikilvægum sviðum: hörkunni gegn erlendum lánadrottnum, sbr. Icesave, og í andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

En þrátt fyrir minna fylgi en löngum áður er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins, svo af ber, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu missera. Framsóknarflokkurinn gaf eftir og fylgi vinstrimanna dreifist á marga flokka.

Það mun taka Sjálfstæðisflokkinn tíma að vinna tilbaka traustið sem glataðist í hruninu.

 


Læknabrandari um laun

Ekki fæst gefið upp hvað læknar eru með í laun og ekki heldur hverjar kaupkröfurnar eru. Samt kemur skoðanakönnun sem segir almenning styðja kröfur lækna.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar eru læknar með á aðra og þriðju mílljón kr. í mánaðarlaun.

Ef fólk væri spurt hvort læknar ættu að hafa tvær milljónir kr. og upp úr í mánaðarlaun myndu fáir jánka því.


mbl.is Tæp 80% styðja kröfur lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: eina leiðin er að svindla

Eina leiðin til að komast af sem aðildarríki Evrópusambandsins er að svindla. Þetta er meginboðskapur forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker.

Sem foræstisráherra og fjármálaráðherra Lúxemburg bjó Juncker til skattaskjól fyrir stórfyrirtæki með rekstur í öðrum ESB-ríkjum. Í skattaskjólið leituðu milljarðar ofan á milljaðra evra sem annars hefðu orðið skattfé almennings í öðrum ríkjum Evrópusambandsins.

Með því að Juncker mun sitja áfram sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, þrátt fyrir afhjúpun um svindl, sér Evrópusambandið í gegnum fingur sér þótt eitt ríki hirði skattfé annars með ósiðlegum ef ekki ólöglegum hætti.

Undirmál, lygar og kúgun eru daglegt brauð í Evrópusambandinu, eins og Írar kynntust eftir hrun.


mbl.is „Lúxemburg hafði engan annan kost“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ vill stjórna lýðveldinu, ræður ekki við eigin fyrirtæki

Alþýðusamband ísland, ASÍ, stjórnar í gegnum lífeyrissjóðina mörgum helstu fyrirtækjum landsins. ASÍ ræður ekki við það verkefni að setja skynsamlega stefnu í launamálum forstjóra fyrirtækja þar sem verkalýðshreyfingin er ráðandi hluthafi í gegnum lífeyrissjóði.

En ASÍ þykist þess umkomið að stjórna ríkisfjármálum betur en rétt kjörið alþingi.

Er ekki tímabært að ASÍ líti í eigin barm og fari með alkabænina? Sérstaklega þann hluta sem segir að maður skuli breyta því sem maður getur breytt en sætta sig við þá hluti sem ekki eru á færi manns að breyta.


mbl.is Snubbótt svar stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkurugl

Ef við höfum haft klukkuna rangt stillta í hálfa öld og ef það skipti einhverju mál þá ættu afleiðingarnar að vera löngu komnar i ljós. En það er ekkert til sem heitir rangt stillt klukka; vísindi tengd því hvort klukkan sé ,,rétt" einum klukkutíma fyrr eða seinna eru hjáfræði.

Klukkan ræður ekki svefntíma fólks og það ættu Íslendingar að vita manna best. Á sumrin mælir klukkan ekki lengur mun á dagsbirtu og myrkri þegar það er bjart allan sólarhringinn. Svefnvenjur fólks taka þó ekki stakkaskiptum eftir árstíð.

Ef eitthvað hefur virkað í hálfa öld þá á ekki að breyta því.

 


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banka á að skattleggja til siðvæðingar

Bankar og eigendur þeirra bera aðalábyrgðina á hruninu. Margt bendir til að starfsfólk banka, millistjórnendur og upp úr, séu sérlega áhættusækið fólk og eftir því óábyrgt.

Bankar eru í þeirri stöðu að framleiða peninga, veita lán sem ekki er innistæða fyrir.

Til að halda bönkum í skefjum á ríkisvaldið að skattleggja þá sem framast er kostur. Ekki undir nokkrum kringumstæðum á að leyfa bönkum að komast í þá stöðu sem þeir voru í útrásinni. Skattlagning kennir bankafólki nauðsynlega auðmýkt. Hrokann frá útrásinni verður að svæla út með þeim ráðum sem duga.

 


mbl.is Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota RÚV reddað - hvers vegna?

RÚV er gjaldþrota, getur ekki greitt skuldir. Fréttastofa RÚV er faglega gjaldþrota, flytur skoðanir í stað frétta.

Hvers vegna á að moka 400 milljónum króna í fjárhagslega og faglega gjaldþrota RÚV?

Þessum 400 milljónum er betur komið hjá öðrum en RÚV.


mbl.is RÚV fær um 400 milljónir aukalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband